Húsasmiðir óskast á Reykjanesinu
Vegna aukinna langtímaverkefna á Reykjanesinu leitum við að menntuðum og öflugum húsasmiðum til að bætast í hóp starfsmanna Perago Bygg ehf. Réttu einstaklingarnir gætu hafið störf strax eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn smíðavinna á verkstað við nýbyggingar sem og breytingar á húsbyggingum vegna breyttrar notkunar. Uppsteypa á undirstöðum, steypt/límtrés burðarvirki, frágangur innan sem utanhúss og klæðningar í tengslum við stærri sem smærri byggingarframkvæmdir.
Menntunar- og hæfniskröfur
Sveinspróf og reynsla í húsasmíði er skilyrði. Lagt er upp með að teymið sé samsett af innlendum ásamt erlendum starfsmönnum en geta til að skilja og tala íslensku og ensku er skilyrði.
Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum er mikilvægt