Húsasmiðir með reynslu óskast

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn smíðavinna á verkstað við nýbyggingar sem og breytingar á húsbyggingum vegna breyttrar notkunar. Uppsteypa á undirstöðum, steypt/límtrés burðarvirki, frágangur innan sem utanhúss og klæðningar í tengslum við stærri sem smærri byggingarframkvæmdir.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf og reynsla í húsasmíði, en öflugir einstaklingar með mikla reynslu af húsasmíði passa mögulega einnig inn í hópinn. Lagt er upp með að teymið sé samsett af innlendum ásamt erlendum starfsmönnum en geta til að skilja og tala íslensku er skilyrði.

Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum er mikilvægt

Hvers vegna Perago Bygg?

Starfsemi okkar er og verður fjölbreytt þar sem ríkulegir möguleikar eru til að vaxa í ábyrgð og verða hluti af öflugu, samhentu framtíðar teymi fyrirtækisins. Okkur er annt um starfsmenn okkar og  að koma fram við hvert annað og viðskiptavini okkar af virðingu.

Nánari upplýsingar veitir

Þorsteinn Örn Guðmundsson
Framkvæmdastjóri Perago Bygg ehf.