Um mig

THorsteinn-Minni-_MG_8583-Portrait

ÞORSTEINN ÖRN GUÐMUNDSSON

Eigandi & Framkvæmdastjóri

Þorsteinn Örn er með fjölbreyttan menntunar og  reynslubakgrunn úr byggingargeiranum og almennu viðskiptaumhverfi bæði á Íslandi og erlendis. Þorsteinn Örn hefur starfað innan fjárfestinga, flug og ferðageirans síðustu áratugina sem framkvæmdastjóri innan fyrirtækja, dæmi; Ráðstefnuborgin Reykjavík, FL Group, Northern Travel Holding og Flugleiða, en áður starfaði hann sem stjórnunar- og rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company í Skandinavíu og Singapore á árunum 1999 – 2004 og starfaði sem slíkur í þágu fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja eins og td. Siemens, Alliance, Norske Skog, Novo Nordisk, SAS, Ericsson and T-Mobile.

Þorsteinn Örn lauk mastersprófi (M.Sc.) í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) í Kaupmannahöfn árið 1999, en hafði áður lokið Sveinsprófi í Húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993, er með löggild-  Meistararéttindi í húsasmíði og Byggingastjóraréttindi.

Þorsteinn Örn hefur setið í stjórn og/eða verið formaður stjórnar fyrirtækja eins og t.d. Icelandair Group, Icelandair, Sterling Airlines, Astraeus Limited (airline), Iceland Express, Flugfélag Íslands, Tm-Software, Northern Travel Holding, Posthúsið og Berlin Property Group, ásamt fleirum.