Um mig

Gardar-Orn-passamynd

GARÐAR ÖRN GUÐMUNDSSON

Eigandi & Framkvæmdastjóri Framleiðslu

Garðar Örn er með afar fjölbreyttan menntunar og  reynslubakgrunn
úr byggingargeiranum og hefur starfað sem ábyrgur verkefnastjóri við fjölda stórverkefna á liðnum árum með sérsvið í virkri samhæfingu, verkefnastjórnun, verkþáttagreiningu og áætlanagerð. Garðar hefur síðustu áratugina unnið fyrir öflug fyrirtæki innan byggingageirans bæði á Íslandi og í Skandinavíu eins og t.d. ÍAV, VHE, AZA, IGORN, Kjellerup Stalkonstruktion Aps og Pihl A/S í Svíþjóð og Færeyjum.

Sem dæmi, þá hefur Garðar sem ÍAV verkefnastjóri stjórnað framkvæmdum á verkum eins og:

Advania Data Centers sem var uppbygging á 7 stk. 1350 m2 límtrés berandi gagnavershúsum ásamt 480 m2 uppsteyptri þjónustubyggingu, með áherslu á samhæfingu framkvæmda og ábyrgjast framkvæmdahraða samkvæmt áætlun.

35 herbergja stækkun á Hotel Park Inn Reykjanesbæ þar sem þak var rifið af B byggingu og bætt við tveimur hæðum ofan á. Stigahús staðsteypt en aðrir berandi byggingarhlutar úr límtré.

Byggingu 150 herbergja Marriot hotels byggt úr 3D modular byggingarhlutum sem voru fluttir tilbúnir til landsins og gengið frá í heildstæða byggingu á staðnum. Áhersla á skipulag og snuðrulausa framkvæmd við uppskipun og hífingu/staðsetningu/frágang eininga.

Breyting á aðveitustöð HS-Veitna í Hafnarfirði til að koma fyrir nýjum rofasal ásamt því að hreinsa plötur innan úr húsum og steypa upp spennaspor fyrir 2 nýja 75 tonna spenna. Jarðvegs framkvæmdir bæði innan og utanhúss, frágangi klæðningar og loftræstingar. 

Stækkun aðveitustöð HS-Veitna að Fitjum Reykjanesbæ með 450 m2 steinsteyptri viðbyggingu með 12,7 m veggjahæð og frágang spennaspora fyrir 2 stk. 85 tonna spenna á vinnusvæði innan um lifandi háspennukappla.

Stækkun aðveitustöð HS-Veitna, Patterson Reykjanesbæ með 160 m2 steinsteyptri viðbyggingu.

Garðar Örn lauk prófi í Byggingafræði (B.Sc.) frá Vitus Bering Horsens í Danmörku árið 2008, hefur lokið Sveinsprófi í Húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík, er með löggild-  Meistararéttindi í húsasmíði og Byggingastjóraréttindi.