Um mig

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir

MAGNEA ÞÓREY HJÁLMARSDÓTTIR

Eigandi & Formaður Stjórnar

Magnea Þórey var framkvæmdastjóri Icelandair hótela í 16 ár eða frá 2005 – 2021 og í framkvæmdastjórn Icelandair Group frá 2011-2019. Í hennar tíð sem framkvæmdastjóri voru byggð mörg ný hótel  og eldri hótel tekin í gagngerar endurbætur bæði í Reykjavík og á landsbyggð.

Alþjóðleg vörumerki voru innleidd í rekstur félagsins; Hilton, Canopy by Hilton og Curio Collection by Hilton. Magnea hefur enn fremur verið í forsvari fyrir fjölda stórra fjárfestingaverkefna eins og t.d. Reykjavík Marina hótelið, Canopy hótelið, Reykjavík Konsúlat hótelið, Reykjavík Natura hótelið ásamt byggingu nýrra hótela á Akureyri og í Mývatnssveit, sem auk annarra átaksverkefna eins og t.d. byggingu og rekstur Laugarvatn Fontana jarðhitabaða og var í formennsku stjórnar þess í áratug. 

Magnea hlaut MBA-gráðu frá háskólanum í Surrey í Bretlandi árið 2003 og í hótelstjórnun frá IHTTI í Sviss árið 1991.