Húsasmiðir með reynslu óskast í hóp framtíðar starfsmanna Perago Bygg.
Vegna aukinna verkefna leitum við að menntuðum og öflugum húsasmiðum til að bætast í framtíðar teymi starfsmanna Perago Bygg ehf.
Réttu einstaklingarnir gætu hafið störf í byrjun janúar eða eftir nánara samkomulagi.
Aukin verkefni á Reykjanesinu til a.m.k. næstu 12-18 mánaða sem og annars staðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, m.a. við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn smíðavinna á verkstað við nýbyggingar. Uppsteypa á undirstöðum, steypt/límtrés burðarvirki, frágangur innan sem utanhúss og klæðningar í tengslum við stærri sem smærri byggingarframkvæmdir.
Menntunar- og hæfniskröfur
Sveinspróf og reynsla í húsasmíði ásamt getu til að vinna sjálfstætt og eftir atvikum leiða smærri teymi. Lagt er upp með að heildar teymið sé samsett af innlendum ásamt erlendum starfsmönnum en geta til að skilja og tala íslensku og ensku er grunn skilyrði.
Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með kröftugum hóp eru mikilvægir eiginleikar og ekki skemmir létt skap og húmor fyrir.
Nánari upplýsingar
Farið verður yfir umsóknir jafn óðum og þær berast allt fram til áramóta þar sem leitað er að fleiri en einum einstaklingi.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og stutt kynning ásamt meðmælum séu þau til staðar.
Öllum umsóknum verður svarað innan fjögurra vikna eftir að þær berast.
Áhugasamir geta sent fyrirspurnir eða sótt um með því að senda tölvupóst á adalheidur@perago.is