Fréttaumfjöllun

Nýtt gagnaver atNorth vígt á Akureyri.

Tölvumynd af gagnaveri

Perago Bygg ehf. semur við atNorth um byggingu tveggja gagnavershúsa á Akureyri.

Fulltrúar atNorth og Perago við gagnavershús í byggingu á Akureyri

Perago Bygg ehf. hefur samið við atNorth um byggingu tveggja gagnavershúsa á Akureyri sem munu verða tilbúin undir starfsemi vorið 2023. Byggingarnar tvær telja samtals um 2.600 m2 með tilheyrandi tengibyggingum og starfsmannaaðstöðu. Húsin eru byggð upp af límtrés burðarvirki sem er reist á steyptum undirstöðum og klædd að utan með steinullar samlokueiningum frá Límtré Vírnet.

„Perago Bygg sérhæfir sig í reisingu húsa sem þessara og það er gríðarlega spennandi að fá tækifæri til að koma að uppbyggingu gagnavers húsanna hér á Akureyri“ segir Garðar Örn Guðmundsson, Framkvæmdastjóri Framleiðslu hjá Perago Bygg

„atNorth er gríðarlega ánægt með að hefja loks uppbyggingu á Akureyri og við eru spennt fyrir samstarfinu við Perago Bygg, sem hafa mikla reynslu og þekkingu af reisingu húsa í samræmi við okkar kröfur“ segir Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður hjá atNorth.

Bygging gagnavers á Akureyri í verktöku.